Innlent

Margir meðal aldraðra einangraðir

Eldri borgarar eru líka hópur sem verkefnið Þjóð gegn þunglyndi mun ná til en í nágrannalöndunum hefur sjálfsvígum fjölgað þeirra á meðal. Kannanir hafa sýnt að margir eru félagslega einangraðir og mikil þörf er á heimsóknarþjónustu sem nú er áhersluverkefni Rauða krossins.

Fólk finnst látið á heimilum sínum án þess að nokkur hafi veitt því athygli svo vikum skiptir. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2 gerist þetta í Reykjavík nokkrum sinnum á ári.Salbjörg Bjarnadóttir sem er í hópi þeirra sem standa að verkefninu Þjóð gegn þunglyndi og segir hún að huga verði að eldri borgurum með tilliti til vanlíðan og sjálfsvíga en þó tölur séu ekki til um að sjálfsvíg meðal eldri borgara hafi farið vaxandi hér á landi sýna tölur að það hefur gerst í nágrannalöndunum.

Rauði krossinn starfrækir heimsóknarþjónustu þar sem sjálfboðaliðar gerast heimsóknarvinir. En fyrir hverja er þjónustan? Linda Ósk Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, segir

Linda segir erfitt fyrir fólk sem þarf á vini að halda að viðurkenna það. Sérstaklega segir hún erfitt að ná til karlmanna, þeir hræðist meðal annars að vera ekki nægilega góðir gestgjafar. Hún segir heimsóknirnar þó ekki alltaf að þurfa að vera heima hjá fólki, sumir kjósi frekar að fara í bíltúr eins og niður að höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×