Háfleygi Íslendingurinn 26. október 2005 05:00 Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira