Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu 26. október 2005 06:30 Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga." Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga."
Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira