Viðskipti innlent

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð fær viðvörun

MYND/Vísir

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð, Kaupþing Fonder, hefur fengið viðvörun frá sænska fjármálaeftirlitinu, samkvæmt frétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í dag. Sjóðurinn er sakaður um að hafa dregið taum stórs hluthafa á kostnað annarra og að hafa lagt rangt mat á hluthafaeign. Málið varðar kaup sjóða í eigu Kaupþings á hlutum í hinu óskráða fyrirtæki Airsonett sem framleiðir lofthreinsibúnað. Sænska fjármálaeftirlitið hefur íhugað að svipta Kaupthing Fonder starfsleyfi vegna málsins, en lætur viðvörun duga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×