Viðskipti innlent

Actavis setur þunglyndislyf á markað

Actavis hefur sett þunglyndislyfið Sertraline á markað í 14 löndum Evrópu eftir að einkaréttur á framleiðslu lyfsins rann út þar. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfið sé framleitt í verksmiðjum hér á landi og á Möltu og sé í töflu- og hylkjaformi. Um sé að ræða mestu markaðssetningu Actavis á þessu ári. Lyfið er markaðssett undir merkjum Actavis og einnig undir merkjum viðskiptavina í gegnum Medis, dótturfélag Actavis, sem sér um sölu til þriðja aðila. Um 70 milljónir hylkja og taflna eru afhent við fyrstu afhendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×