Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum 2. nóvember 2005 13:00 TJ Ford keyrir inn í teiginn hjá Philadelphia í nótt, en Chris Webber er til varnar NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira