Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid 18. nóvember 2005 17:00 Samuel Eto´o á ekki von á að fá blíðar móttökur í Madrid á morgun NordicPhotos/GettyImages Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira