Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid 18. nóvember 2005 17:00 Samuel Eto´o á ekki von á að fá blíðar móttökur í Madrid á morgun NordicPhotos/GettyImages Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira