Alvöru fréttaskýringaþáttur 18. nóvember 2005 21:33 Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni. Kompás NFS Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni.
Kompás NFS Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira