Fimmti sigur Phoenix í röð 3. desember 2005 14:15 Eddie House var mikil vítamínssprauta af varamannabekknum hjá Phoenix í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira