Og Vodafone margfaldar flutningsgetu GSM notenda: 5. desember 2005 20:30 Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Tæknin gerir GSM notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er allt að því 240 Kb/s í kerfi Og Vodafone. Til þess að geta notfært sér EDGE þurfa GSM notendur að hafa farsíma sem styðja slíka tækni. Og Vodafone hefur að nokkru leyti byggt virðisaukandi þjónustu sína á svonefndri GPRS tækni (General Packet Radio Service), sem býr yfir flutningshraða sem nemur 52 Kb/s. Með tilkomu EDGE margfaldast hins vegar afkastageta í GSM kerfi Og Vodafone gríðarlega og eykur vöruframboð til notenda. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect gagnakortið fyrir fartölvunotendur og Vodafone live! sem er fjölbreytt efnisveita fyrir GSM notendur. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæða tölvuleiki, MP3 hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst. "Prófanir vegna EDGE hófust í lok sumars en stefnt var að því að taka kerfið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. Það hefur nú gengið eftir," segir Gestur G. Gestsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Og Vodafone. Hann segir EDGE í raun byltingarkennda nýjung fyrir viðskiptavini. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni sem stuðlar að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og eflir burðargetu í GSM kerfinu." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Tæknin gerir GSM notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er allt að því 240 Kb/s í kerfi Og Vodafone. Til þess að geta notfært sér EDGE þurfa GSM notendur að hafa farsíma sem styðja slíka tækni. Og Vodafone hefur að nokkru leyti byggt virðisaukandi þjónustu sína á svonefndri GPRS tækni (General Packet Radio Service), sem býr yfir flutningshraða sem nemur 52 Kb/s. Með tilkomu EDGE margfaldast hins vegar afkastageta í GSM kerfi Og Vodafone gríðarlega og eykur vöruframboð til notenda. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect gagnakortið fyrir fartölvunotendur og Vodafone live! sem er fjölbreytt efnisveita fyrir GSM notendur. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæða tölvuleiki, MP3 hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst. "Prófanir vegna EDGE hófust í lok sumars en stefnt var að því að taka kerfið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. Það hefur nú gengið eftir," segir Gestur G. Gestsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Og Vodafone. Hann segir EDGE í raun byltingarkennda nýjung fyrir viðskiptavini. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni sem stuðlar að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og eflir burðargetu í GSM kerfinu."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira