Besta byrjun Detroit frá upphafi 15. desember 2005 12:50 Ben Wallace hirti 17 fráköst hjá Detroit í nótt og gott ef hann hefur ekki sett áður óþekkta staðla í tískunni í leiðinni með þessum gleraugum NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat. Philadelphia stöðvaði óvænta tveggja leikja sigurgöngu Atlanta Hawks og vann 106-101. Allen Iverson skoraði 39 stig fyrir Philadelphia en Al Harrington var með 27 hjá Atlanta. Chicago vann tíunda sigur sinn í röð á Toronto 105-94. Chris Bosh skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Darius Songalia var með 18 hjá Chicago. Boston lagði Indiana 85-71. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Stephen Jackson setti 18 fyrir Indiana. Detroit vann Sacramento 109-98. Rip Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 28 stig og átti 19 stoðsendingar. Brad Miller skoraði 16 stig fyrir Sacramento. Charlotte vann loks sigur eftir langa taphrinu þegar liðið lagði New Jersey 91-83. Brevin Knight skoraði 25 stig fyrir Charlotte en Richard Jefferson var með 25 stig hjá New Jersey. Orlando vann sigur á New York á útivelli 105-90, þar sem Grant Hill sneri aftur í liði Orlando. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst hjá Orlando, en Eddy Curry skoraði 23 stig fyrir New York. LA Clippers tapaði þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir New Orleans 102-89. JR Smith skoraði 21 stig fyrir New Orleans og David West var með 20 stig og 12 fráköst, en Sam Cassell var atkvæðamestur hjá Clippers með 26 stig. Phoenix tapaði sömuleiðis þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas 102-96. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Shawn Marion skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst hjá Phoenix. Miami vann Milwaukee á útivelli 100-83. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami og Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. LA Lakers sigraði Memphis 94-79 á útivelli, en þetta var lokaleikur liðsins á sex leikja ferðalagi þar sem liðið vann fimm leiki og hefur ekki náð beetri árangri á jafn löngu útileikjaferðalagi síðan árið 2000. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en Mike Miller var með 21 hjá Memphis. Utah lagði Portland 82-77 á heimavelli sínum. Mehmet Okur var með 21 stig og 12 fráköst hjá Utah og Andrei Kirilenko var með 21 stig, 16 fráköst og varði 8 skot. Aðeins einn leikmaður Portland skoraði yfir 10 stig í leiknum, en það var Steve Blake sem skoraði 12 stig. Loks vann Houston sigur á Golden State í framlengingu 111-105. Yao Ming var með 30 stig og 16 fráköst hjá Houston, en Jason Richardson skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá Golden State og Baron Davis skoraði 27 stig og gaf 13 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Detroit Pistons sigraði Sacramento Kings í nótt og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins, en liðið hefur unnið 16 af fyrstu 19 leikjum sínum. LA Lakers kláraði keppnisferðalag sitt með góðum útisigri á Memphis og Pat Riley krækti í annan sigur sinn á jafnmörgum dögum sem þjálfari Miami Heat. Philadelphia stöðvaði óvænta tveggja leikja sigurgöngu Atlanta Hawks og vann 106-101. Allen Iverson skoraði 39 stig fyrir Philadelphia en Al Harrington var með 27 hjá Atlanta. Chicago vann tíunda sigur sinn í röð á Toronto 105-94. Chris Bosh skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Darius Songalia var með 18 hjá Chicago. Boston lagði Indiana 85-71. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Stephen Jackson setti 18 fyrir Indiana. Detroit vann Sacramento 109-98. Rip Hamilton skoraði 36 stig fyrir Detroit og Chauncey Billups skoraði 28 stig og átti 19 stoðsendingar. Brad Miller skoraði 16 stig fyrir Sacramento. Charlotte vann loks sigur eftir langa taphrinu þegar liðið lagði New Jersey 91-83. Brevin Knight skoraði 25 stig fyrir Charlotte en Richard Jefferson var með 25 stig hjá New Jersey. Orlando vann sigur á New York á útivelli 105-90, þar sem Grant Hill sneri aftur í liði Orlando. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst hjá Orlando, en Eddy Curry skoraði 23 stig fyrir New York. LA Clippers tapaði þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir New Orleans 102-89. JR Smith skoraði 21 stig fyrir New Orleans og David West var með 20 stig og 12 fráköst, en Sam Cassell var atkvæðamestur hjá Clippers með 26 stig. Phoenix tapaði sömuleiðis þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas 102-96. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas, en Shawn Marion skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst hjá Phoenix. Miami vann Milwaukee á útivelli 100-83. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami og Michael Redd var með 24 hjá Milwaukee. LA Lakers sigraði Memphis 94-79 á útivelli, en þetta var lokaleikur liðsins á sex leikja ferðalagi þar sem liðið vann fimm leiki og hefur ekki náð beetri árangri á jafn löngu útileikjaferðalagi síðan árið 2000. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en Mike Miller var með 21 hjá Memphis. Utah lagði Portland 82-77 á heimavelli sínum. Mehmet Okur var með 21 stig og 12 fráköst hjá Utah og Andrei Kirilenko var með 21 stig, 16 fráköst og varði 8 skot. Aðeins einn leikmaður Portland skoraði yfir 10 stig í leiknum, en það var Steve Blake sem skoraði 12 stig. Loks vann Houston sigur á Golden State í framlengingu 111-105. Yao Ming var með 30 stig og 16 fráköst hjá Houston, en Jason Richardson skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá Golden State og Baron Davis skoraði 27 stig og gaf 13 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira