Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast

Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA.