Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi 22. desember 2005 12:03 Einar Oddur Kristinsson hefur hvatt til þess að þing verði kallað saman og úrskurður kjaradóms felldur með lögum. MYND/E.Ól. Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni. Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni.
Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira