Viðskipti innlent

Herðir tök sín á Skandia

Erlendir hluthafar eiga orðið 72 prósent hlutafjár í sænska fjármálafyrirtækinu Skandia. Í nóvember var þessi tala hins vegar 63 prósent.

Þetta er talið styrkja stöðu Old Mutual enn frekar þar sem búist er við að útlendingar muni ganga að framlengdu yfirtökutilboði félagsins í Skandia sem rann út í gær. Um 64 prósent hlutabréfa eru þegar komið í eigu Old Mutal.

Mikill þrýstingur hefur verið meðal sumra hluthafa í Skandia, þar á meðal sænsku ríkislífeyrissjóðanna, að Old Mutual hækki tilboð sitt. Stjórnendur Old Mutual gefa lítið fyrir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×