Penninn tapaði samningi við ríkið 1. mars 2006 00:01 Seljendur kynna vörur sínar. Ríkiskaup héldu fund á Grand hóteli Reykjavík með stofnunum og seljendum vara til að kynna nýjan rammasamning. MYND/Stefán Penninn er ekki með í rammasamningi Ríkiskaupa fyrir ríkisstofnanir um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum líkt og áður hefur verið, meðan Oddi kemur nýr inn. Samkvæmt útboðsgögnum veltir ritfangahluti rammasamningsins um 100 milljónum króna á ári og því ljóst að um er að ræða upphæðir sem skipta máli fyrir rekstur fyrirtækjanna sem þarna komast að. Nýverið var skrifað undir samninga í rammasamningsútboði Ríkiskaupa á ritföngum og skrifstofuvörum, ljósritunarpappír og gagnageymslum. Tilboðum í ritföng og skrifstofuvörur var tekið frá Office One, Odda skrifstofuvörum og Rekstrarvörum. Tilboðum í ljósritunarvörur var tekið frá Office One, Odda skrifstofuvörum, Rekstrarvörum og Pennanum og um gagnageymslur frá Office One, Odda skrifstofuvörum og Pennanum. Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastóri fyrirtækjasviðs Pennans, segir menn teygja sig ansi langt í afsláttum þegar kemur að ritföngum og gagnrýnir í raun það vægi sem lagt er á verð, á móti þjónustu og gæðum í rammasamningnum. "En við erum svo sem ekki að missa svefn yfir þessu, ríkisfyrirtæki kaupa líka töluvert fyrir utan rammasamninga." Valgeir Pétursson Valgeir sá um útboð Ríkiskaupa vegna rammasamninga um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum, ljósritunarpappír og gagnageymslum, en þeir voru kynntir nýverið. Markaðurinn/Stefán Valgeir Óskar Pétursson, verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum, sem sá um gerð rammasamninsins segir að frá upphafi hafi verið ljóst hvernig útboðsgögn yrðu metin og sá þáttur kynntur vandlega fyrir bjóðendum, auk þess sem gefinn hafi verið kostur á að koma að athugasemdum. "Penninn nýtti sér það ekki í þessu tilviki. Staðan var bara sú að Penninn var dýrastur allra bjóðenda," segir hann en bætir við að vissulega geti menn verið ósammála um hversu mikið vægi þjónusta eigi að fá á móti verði. "En þarna eru hins vegar tveir aðrir með sama þjónustustig og Penninn," segir hann og bætir við að gætt hafi verið að gæðum varnings bjóðenda líka, allir hafi þurft að senda inn sýnishorn. "Við getum ekki samið við menn bara út á að þeir séu stórir og góðir, þeir verða að standa sig í verði líka." Einar Snorri segir nýjungar á döfinni hjá Pennanum, en fyrirtækið samdi nýverið við EJS um að í þremur verslunum Pennans yrði á boðstólum tölvubúnaður EJS. "Þetta verður í Hallarmúla 2 í Reykjavík, í Keflavík og líka á Akureyri. Við sjáum um að reka þetta en þeir um vörustýringu og þann hluta," segir Einar og bætir við að nýjungin tengist samstarfi Pennans við Símann, því nú geti fyrirtækið boðið í einum pakka, tölvur, internettengingar og fleira til. Stefnt er að því að opna tölvusöluna í Hallarmúla í lok næstu viku og svo í framhaldinu á hinum stöðunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Penninn er ekki með í rammasamningi Ríkiskaupa fyrir ríkisstofnanir um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum líkt og áður hefur verið, meðan Oddi kemur nýr inn. Samkvæmt útboðsgögnum veltir ritfangahluti rammasamningsins um 100 milljónum króna á ári og því ljóst að um er að ræða upphæðir sem skipta máli fyrir rekstur fyrirtækjanna sem þarna komast að. Nýverið var skrifað undir samninga í rammasamningsútboði Ríkiskaupa á ritföngum og skrifstofuvörum, ljósritunarpappír og gagnageymslum. Tilboðum í ritföng og skrifstofuvörur var tekið frá Office One, Odda skrifstofuvörum og Rekstrarvörum. Tilboðum í ljósritunarvörur var tekið frá Office One, Odda skrifstofuvörum, Rekstrarvörum og Pennanum og um gagnageymslur frá Office One, Odda skrifstofuvörum og Pennanum. Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastóri fyrirtækjasviðs Pennans, segir menn teygja sig ansi langt í afsláttum þegar kemur að ritföngum og gagnrýnir í raun það vægi sem lagt er á verð, á móti þjónustu og gæðum í rammasamningnum. "En við erum svo sem ekki að missa svefn yfir þessu, ríkisfyrirtæki kaupa líka töluvert fyrir utan rammasamninga." Valgeir Pétursson Valgeir sá um útboð Ríkiskaupa vegna rammasamninga um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum, ljósritunarpappír og gagnageymslum, en þeir voru kynntir nýverið. Markaðurinn/Stefán Valgeir Óskar Pétursson, verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum, sem sá um gerð rammasamninsins segir að frá upphafi hafi verið ljóst hvernig útboðsgögn yrðu metin og sá þáttur kynntur vandlega fyrir bjóðendum, auk þess sem gefinn hafi verið kostur á að koma að athugasemdum. "Penninn nýtti sér það ekki í þessu tilviki. Staðan var bara sú að Penninn var dýrastur allra bjóðenda," segir hann en bætir við að vissulega geti menn verið ósammála um hversu mikið vægi þjónusta eigi að fá á móti verði. "En þarna eru hins vegar tveir aðrir með sama þjónustustig og Penninn," segir hann og bætir við að gætt hafi verið að gæðum varnings bjóðenda líka, allir hafi þurft að senda inn sýnishorn. "Við getum ekki samið við menn bara út á að þeir séu stórir og góðir, þeir verða að standa sig í verði líka." Einar Snorri segir nýjungar á döfinni hjá Pennanum, en fyrirtækið samdi nýverið við EJS um að í þremur verslunum Pennans yrði á boðstólum tölvubúnaður EJS. "Þetta verður í Hallarmúla 2 í Reykjavík, í Keflavík og líka á Akureyri. Við sjáum um að reka þetta en þeir um vörustýringu og þann hluta," segir Einar og bætir við að nýjungin tengist samstarfi Pennans við Símann, því nú geti fyrirtækið boðið í einum pakka, tölvur, internettengingar og fleira til. Stefnt er að því að opna tölvusöluna í Hallarmúla í lok næstu viku og svo í framhaldinu á hinum stöðunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira