Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu 8. mars 2006 09:24 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira