Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka 16. mars 2006 00:01 Á ársfundi fjármálaeftirlitsins í fyrra. Lengst til vinstri má sjá Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, hugsi yfir upplýsingum sem fram komu á ársfundi Fjármálaeftirlitsins um miðjan nóvember síðastliðinn. MYND/Valli Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis. Innlent Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun