Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu 18. mars 2006 00:01 Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira
Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira