Viðskipti innlent

Glitnir birtir róandi upplýsingar

Höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi. Meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum er að gjaldmiðlaáhætta bankans sé takmörkuð.
Höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi. Meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum er að gjaldmiðlaáhætta bankans sé takmörkuð.

Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna.

Í tilkynningunni segir að endurfjármögnunarþörf bankans sé á bilinu 1,85-2,7 milljarðar evra. Dótturfyrirtæki bankans í Noregi sjái sjálf um fjármögnun sína að mestu í gegnum sterka innlánastöðu sína og norska hlutabréfamarkaðinn. Lausafjárstaða Glitnis hefur batnað á árinu. Bankinn hefur aflað 1,4 milljarða evra á alþjóðlegum markaði á síðastliðnu ári og endurfjármögnunarþörf þessa árs hefur þegar verið mætt.

Jafnframt kemur fram að stærstur hluti eigna og skulda Glitnis sé í erlendum gjaldmiðlum og allt mismræmi milli eigna og skulda sé meðhöndluð af ýtrustu varkárni. Gjaldmiðlaáhætta sé þar að auki takmörkuð þar sem mestur hluti af lánum bankans fari til erlendra viðskiptavina hans með tekjur eða eignir í erlendri mynt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×