Viðskipti innlent

Áhlaup á bankana

Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag.

Ásgeir rekur atburðarás að undanförnu þar sem hart var sótt að íslenskum skuldabréfum. Hann gagnrýnir vinnubrögð erlendra greiningardeilda og viðbrögð fjölmiðla við þeim.

Hann segir staðreyndavillur greiningardeilda í kjölfar skýrslu Fitch auðleiðréttanlegar með lestri ársreikninga bankanna.

Afleiðingin var sú að óðagot var á góðri leið með að myndast hérlendis þar sem almenningur var farinn að efast um styrkleika bankanna og óttast hrun hérlendis, segir Ásgeir í grein sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×