Grunur verður tilkynningaskyldur 22. mars 2006 00:01 Í nýju frumvarpi til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni er gert ráð fyrir stóraukinni upplýsingaskyldu þeirra sem taka við peningum sem greiðslu, leiki vafi á persónuupplýsingum þess sem leggur fram peningana, eða ef uppi er grunur um peningaþvætti eða tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Skal þá lögreglu gert viðvart og hún rannsaki málið. Verði frumvarpið að lögum er með því tekin upp og heimfærð tilskipun Evrópusambandsins um sömu mál. Samkvæmt frumvarpinu og Evróputilskipuninni er hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum, eða sem nemur 125 til 130 þúsund krónum, vegna sölu eða þjónustu skylt að kanna áreiðanleika þess sem hann á viðskipti við. Þannig skal krefja viðkomandi um gild persónuskilríki eða ef um fyrirtæki er að ræða, vottorð úr fyrirtækjaskrá, og varðveita ljósrit af skjölunum í að minnsta kosti fimm ár frá því að viðskiptunum lýkur. Meðal annarra tilkynningaskyldra aðila sem samkvæmt frumvarpinu eiga að krefja viðskiptamenn sína um slíkar upplýsingar eru fjármálafyrirtæki, líftryggingafélög og tryggingasjóðir, vátryggingamiðlarar, endurskoðendur og lögfræðingar. Nokkur umræða hefur verið í lögfræðingastétt hvernig fari saman upplýsingagjöf vegna grunsamlegra viðskipta og trúnaðarskylda þeirra við umbjóðendur sína. Samkvæmt frumvarpinu eru lögmenn hins vegar bara tilkynningaskyldir þegar þeir koma fram fyrir umbjóðendur sína í fjármála- eða fasteignaviðskiptum, eða þegar þeir aðstoða við framkvæmd eða skipulagningu kaupa eða sölu, eða sjá um umsýslu peninga fyrir þá. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa séð sér fært að gefa fjármálaráðuneytinu álit sitt á frumvarpsdrögum sem það fékk sent vegna þess hve knappur tími var gefinn til þess. En við tjáum okkur um frumvarpið þegar það fer fyrir þingið. Þá tekur laganefnd félagsins það til umfjöllunar. Ingimar segir frumvarpið í takt við hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi annars staðar í heiminum. Hann taldi varla að frumvarpið bryti í bága við trúnaðarskyldu lögmanna, enda yrði væntanlega að vera til staðar rökstuddur grunur um brot auk óvissu um uppruna peninga áður en til tilkynningaskyldu kæmi. Svo er það nú þegar þannig samkvæmt siðareglum lögmanna að þeir mega ekki vinna fyrir einhvern sem þeir vita ekki hver er. Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Í nýju frumvarpi til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem leggja á fyrir Alþingi á næstunni er gert ráð fyrir stóraukinni upplýsingaskyldu þeirra sem taka við peningum sem greiðslu, leiki vafi á persónuupplýsingum þess sem leggur fram peningana, eða ef uppi er grunur um peningaþvætti eða tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Skal þá lögreglu gert viðvart og hún rannsaki málið. Verði frumvarpið að lögum er með því tekin upp og heimfærð tilskipun Evrópusambandsins um sömu mál. Samkvæmt frumvarpinu og Evróputilskipuninni er hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum, eða sem nemur 125 til 130 þúsund krónum, vegna sölu eða þjónustu skylt að kanna áreiðanleika þess sem hann á viðskipti við. Þannig skal krefja viðkomandi um gild persónuskilríki eða ef um fyrirtæki er að ræða, vottorð úr fyrirtækjaskrá, og varðveita ljósrit af skjölunum í að minnsta kosti fimm ár frá því að viðskiptunum lýkur. Meðal annarra tilkynningaskyldra aðila sem samkvæmt frumvarpinu eiga að krefja viðskiptamenn sína um slíkar upplýsingar eru fjármálafyrirtæki, líftryggingafélög og tryggingasjóðir, vátryggingamiðlarar, endurskoðendur og lögfræðingar. Nokkur umræða hefur verið í lögfræðingastétt hvernig fari saman upplýsingagjöf vegna grunsamlegra viðskipta og trúnaðarskylda þeirra við umbjóðendur sína. Samkvæmt frumvarpinu eru lögmenn hins vegar bara tilkynningaskyldir þegar þeir koma fram fyrir umbjóðendur sína í fjármála- eða fasteignaviðskiptum, eða þegar þeir aðstoða við framkvæmd eða skipulagningu kaupa eða sölu, eða sjá um umsýslu peninga fyrir þá. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa séð sér fært að gefa fjármálaráðuneytinu álit sitt á frumvarpsdrögum sem það fékk sent vegna þess hve knappur tími var gefinn til þess. En við tjáum okkur um frumvarpið þegar það fer fyrir þingið. Þá tekur laganefnd félagsins það til umfjöllunar. Ingimar segir frumvarpið í takt við hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi annars staðar í heiminum. Hann taldi varla að frumvarpið bryti í bága við trúnaðarskyldu lögmanna, enda yrði væntanlega að vera til staðar rökstuddur grunur um brot auk óvissu um uppruna peninga áður en til tilkynningaskyldu kæmi. Svo er það nú þegar þannig samkvæmt siðareglum lögmanna að þeir mega ekki vinna fyrir einhvern sem þeir vita ekki hver er.
Innlent Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira