Óánægja með söluferli EJS Group 22. mars 2006 00:01 Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg í Reykjavík. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS snemma í síðasta mánuði, en kaupin gengu svo í gegn um miðjan þennan mánuð að lokinni áreiðanleikakönnun. MYND/Anton Brink Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð. Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun