Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Þorsteinn Þorgeirsson Þorsteinn er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann kynnti í gær fjölmiðlum þjóðhagsspá ráðuneytisins fram til ársins 2010. Markaðurinn/GVA Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri. Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira
Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri.
Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira