Spilar knattspyrnu með Þór í sumar 2. júní 2006 00:01 Heiðmar Felixson Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira