Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2006 06:00 Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að jákvæðar niðurstöður prófana sem hér fóru fram á tilraunalyfinu CEP-1347 hafi verið kynntar fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins í lok síðustu viku og við taki frekari prófanir. Fréttablaðið/E.Ól Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“ Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“
Viðskipti Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira