Réttarstaða sumarhúsaeigenda slæm 11. júlí 2006 07:00 Sveinn Guðmundsson Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. MYND/Valli Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út. Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út.
Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira