Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði 11. júlí 2006 07:30 Guðlaugur Stefánsson Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann. Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann.
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira