Eykur sjálfstraust og félagshæfni 11. júlí 2006 06:15 Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum.
Innlent Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira