Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu 12. júlí 2006 07:15 Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. Innlent Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins.
Innlent Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira