Olíuverð aldrei hærra 15. júlí 2006 06:00 Dælt sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn. Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn.
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira