Viðskipti innlent

LÍÚ býst við betri tíð

framkvæmdastjóri LÍú Verðmæti útfluttra sjávarafurða mun aukast um fimmtán til tuttugu prósent á árinu, að mati Friðriks Jóns Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ.
framkvæmdastjóri LÍú Verðmæti útfluttra sjávarafurða mun aukast um fimmtán til tuttugu prósent á árinu, að mati Friðriks Jóns Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ.

Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, gerir ráð fyrir að verðmæti útfluttra sjávarafurða muni aukast um fimmtán til tuttugu prósent á árinu 2006 miðað við árið á undan.

Hagstofan birti nýlega tölur sem sýndu að á árinu 2005 voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti 110,1 milljarður króna. Útflutningur dróst saman milli ára, í tonnum um 8,8 prósent en í verðmæti um 9,5 prósent.

Þrennt hefur úrslitaáhrif á afkomu sjávarútvegsins: aflamagnið, afurðaverð erlendis og gengi krónunnar. Friðrik segir að samdráttinn í verðmæti útfluttra sjávarafurða megi fyrst og fremst rekja til hás gengis íslensku krónunnar. Það hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjávarútveginn, hefði gengið ekki tekið að veikjast að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×