Vill rannsaka mávavandann 21. júlí 2006 07:45 Guðmundur Björnsson og mávarnir Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. MYND/Heiða Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“
Innlent Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira