Listsköpun í stað áhættu 22. júlí 2006 08:15 Í höfn Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Biering, formaður stýrihópsins, undirrita samkomulagið. Að baki þeim standa fulltrúar Nýrrar leiðar, Guðrún B. Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson. MYND/Pjetur Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira