Formaður Öryrkja- bandalagsins kærður 22. júlí 2006 03:30 Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira