Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna 22. júlí 2006 05:00 Ungt par sefur vært Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. MYND/NordicPhotos/Getty Images Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn. Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn.
Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira