Meðferðarúrræði úr takt við tímann 24. júlí 2006 06:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir Meðlimur Hugarafls. Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna.
Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira