Hótaði afsögn á fundinum 25. júlí 2006 07:45 Sigursteinn Másson Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira