Stækkun sem dugar til 2016 26. júlí 2006 07:45 Ný uppgönguleið um laufskálann Meðal breytinga sem þegar hafa verið teknar í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ný leið frá innritunarsal upp á aðra hæð norðurbyggingarinnar. Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira