Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu 27. júlí 2006 06:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári. Innlent Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári.
Innlent Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira