Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó 1. ágúst 2006 06:00 Þórarinn sprækur. Óðinn Árnason reynir hér að stöðva Þórarinn Kristjánsson en Þórarinn skoraði fyrsta mark leiksins í gær og var það hans þriðja í sumar. Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki