ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf 5. ágúst 2006 06:45 Kauphöll Íslands við Laugaveg Viðræður við OMX MYND/GVA Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna. Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna.
Viðskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun