37 milljarða yfirtökutilboð 5. ágúst 2006 08:30 MAgnús Þorsteinsson Stjórnarformaður Avion Group telur tilboð í Atlas Cold Storage vera sanngjarnt. Stefnt er að því að ljúka kaupunum og að samhæfa rekstur Atlas og Eimskipa. Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð. Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð.
Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira