Áfram samdráttur á fasteignamarkaði 9. ágúst 2006 06:00 "Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
"Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.
Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira