Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD 10. ágúst 2006 07:15 Fjármálaráðherra og sérfræðingar OECD Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði fund í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem kynnt var ný skýrsla OECD um efnahagsmál hér. Hann eftirlét svo Val Koromzay og Hannes Suppans (til hægri á myndinni), sérfræðingum OECD, orðið. MYND/GVA Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla. Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. Enn þarf að hækka stýrivexti Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgu, sem verið hefur yfir markmiði bankans síðan 2004. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um efnahagsmál hér og áréttað er að frekari aðgerða sé þörf því útlit sé fyrir að verðbólga verði enn hátt yfir markmiðinu í lok næsta árs. Nauðsynlegt sé því að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Skýrsla OECD var kynnt á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík fyrir hádegi í gær. Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar OECD og Hannes Suppanz, hagfræðingur á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, fóru yfir efni skýrslunnar. Þar segir meðal annars að mæta verði þensluáhrifum skattalækkana með frekara aðhaldi í útgjöldum, herða verði á framfylgd fjárlaga og að umgjörð ríkisfjármála þurfi að beinast enn frekar að því að ná markmiðum í framfylgd fjárlaganna. ¿Meðal þess sem hægt væri að gera til að bregðast við er að ná fram hóflegum launabreytingum og fresta opinberum framkvæmdum,¿ segir Koromzay. Þá segir að ekki sé æskilegt að ráðast í frekari stórframkvæmdir áður en tekist hafi að leiðrétta núverandi efnahagslegt misvægi, auk þess sem Val Koromzay benti sérstaklega á að ekkert lægi fyrir um ávinning þjóðarbúskapsins af stórframkvæmdum hér. ¿Til að ná fram slíkum upplýsingum ríður á að gera raforkugeirann gagnsærri,¿ segir hann. Eins gerðu sérfræðingar stöðu Íbúðalánasjóðs að umtalsefni og töldu mikilvægt að koma þar á breytingum, enda skekkti hann verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði hér, sjóðurinn nyti lánakjara í skjóli ríkisábyrgðar og þyrfti ekki að að standa skil á arði til hluthafa líkt og viðskiptabankarnir. Stórum hluta skýrslunnar er svo einnig varið í umfjöllun um menntamál, en þar telur OECD nokkurra úrbóta þörf, enda brottfall hér mikið úr námi eftir framhaldsskóla.
Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira