Viðskipti innlent

Magasin tekur yfir Debenhams í Köben

Verslanakeðjan Magasin du Nord tekur yfir Debenhams í september.
Verslanakeðjan Magasin du Nord tekur yfir Debenhams í september.

Unnið er að því að breyta 6.200 fermetra verslun Debenhams í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í Magasin du Nord. Ný verslun verður opnuð um miðjan september.

Magasin du Nord keypti Debenhams í Danmörku fyrr á árinu en verslanakeðjurnar eru að stórum hluta í eigu Baugs. "Það er verið að vinna með tvö nöfn á sömu hurðinni. Magasin-nafnið verður notað en öll sterku vörumerkin, sem voru inni í Debenhams, verða þarna áfram," segir Jón Björnsson, forstjóri Magasin du Nord. "Það er ákveðinn styrkur í því að nota allt markaðsefni frá Magasin og alla þá kúnna sem versla í Magasin." Einnig bendir Jón á að 130 þúsund korthafar noti Magasin-kortið sem veiti afslátt í verslunum vöruhúsakeðjunnar. - eþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×