Framsókn: Sami grautur í sömu skál Björgvin Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2006 14:59 Framsókn hafnaði kynslóðaskiptum við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrrverandi formanni eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í forustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandidat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið. Sif Friðleifsdóttir fékk 44% atkvæða. Hún sýndi mikið hugrekki með því að bjóða sig fram til formennsku og hún bauð þannig birginn foringjaræðinu í Framsókn. En hún var of sein. Hún hikaði þar til vika var eftir fram að flokksþingi. Að hika er sama og að tapa, segir máltækið. Sennilega hefði hún sigrað, ef hún hefði ákveðið sig fyrr, þ.e. áður en Halldór Ásgrímsson var búinn að binda rúman helming þingfulltrúa á Jón Sigurðsson. Þetta var síðasti greiðinn, sem fráfarandi formaður bað flokksmenn að gera sér, þ.e. að kjósa gamlan vin hans sem formann. Og það voru aðeins 44% sem stóðust það að gera fráfarandi formanni þennan greiða. Jón Sigurðsson er sjálfsagt ágætis maður. En hann verður fulltrúi þess Framsóknarflokks, sem Halldór Ásgrímsson mótaði. Það er flokkurinn, sem innsiglaði langvarandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og varpaði hugsjón samvinnu og jafnaðar fyrir róða. Sif Friðleifsdóttir gaf til kynna, að hún mundi innleiða gömlu jafnaðargildin á ný, ef hún yrði kosinn formaður. Ég hygg, að hún hefði fært Framsóknarflokkinn aðeins til vinstri, ef hún hefði komist til valda og var ekki vanþörf á. Hún hefði tekið upp róttækari stefnu en Halldór hafði mótað enda þótt hún væri varkár í tali fyrir flokksþingið og gætti þess að styggja ekki Halldór eða fylgismenn hans um of. Eins og við var að búast hylltu Framsóknarmenn sinn gamla formann á flokksþinginu. Í kveðjuræðu fráfarandi formanns vöktu mesta athygli ummæli hans um, að Bandaríkjunum væri ekki lengur treystandi í varnarmálunum. Bragð er að þá barnið finnur. Um leið og Halldór hættir virðist hann orðinn sammmála Samfylkingunni um, að Ísland eigi nú að halla sér að Evrópu í varnarmálum. Bandaríkin hafi brugðist. Hins vegar minntist Halldór ekkert á Íraksstríðið í kveðjuræðu sinni. Ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um að styðja innrásina í Írak er ljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra tvímenninganna. Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, baðst afsökunar á því að hafa lagt falsaðar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak fyrir Öryggisráð Sþ. Powell er maður að meiri eftir þá afsökunarbeiðni. Halldór hefur hins vegar ekki beðið íslensku þjóðina afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak. Hann segir aðeins, að sennilega hefði ákvörðun hans orðið önnur, ef réttar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak hefðu legið fyrir. ( Viðtal í Mbl.) Það er ekki nóg. Þessir menn skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Það voru miklar vonir bundnar við Halldór Ásgrímsson sem ungan stjórnmálamann áður en hann gekk í björg hjá íhaldinu. En íhaldsvistin breytti honum. Morgunblaðið segir að mesta afrek hans hafi verið að halda Framsókn svo lengi við völd sem raun ber vitni. Það er enginn vandi að halda flokki við völd í samsteypustjórn, ef hann slakar alltaf á stefnu sinni og samþykkir stefnu samstarfsflokksins. Það voru mikil mistök hjá Halldóri að framlengja samstarf við íhaldið eftir síðustu kosningar. Þar réði ferð hégómi um að fá stól forsætisráðherra um stutt skeið. Halldórs verður lengst minnst fyrir þátt hans í lögleiðingu kvótakerfisins svo og fyrir að beita sér fyrir Kárahnjúkavirkjun. Steingrímur Hermannsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að LÍU og Fiskiþing hafi beitt sér fyrir einhvers konar kvótakerfi og Halldór, sem sjávarútvegsráðherra, hafi lagt tillögur þar um fyrir alþingi. Það má því segja, að Halldór sé nokkurs konar faðir kvótakerfisins. En sjálfur kveðst Steingrímur hafa verið á móti þessu kerfi. Að sjálfsögðu hafa margir stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir kvótakerfið en mesta ábyrgð bera Framsókn og íhaldið í því efni. Þetta kerfi er eitthvað það ranglátasta, sem innleitt hefur verið hér á landi. Tiltölulega fáum útvöldum voru fengin yfirráð og nýting fiskauðlindarinnar án endurgjalds, en lögum samkvæmt er fiskurinn í sjónum sameign allar þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa síðan stöðugt braskað með auðlindina. Nýting hennar hefur gengið kaupum og sölum og þessir aðilar hafa grætt stórfé á braskinu, sumir hafa hagnast um marga milljarða. Gífurlegir fjármunir hafa flust til í þjóðfélaginu við þessi viðskipti og hinir fáu útvöldu hafa hagnast gífurlega. Þetta er mjög ranglátt kerfi, sem verður að afnema eða leiðrétta. Það er enginn heiður fyrir Halldór að vera guðfaðir þessa kerfis. Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðjan á Reyðarfirði munu verða lyftistöng fyrir atvinnulíf Austurlands. Margir Austfirðingar munu því þakklátir Halldóri fyrir forgöngu hans í því máli. En ágreiningur er mikill meðal þjóðarinnar um þessar framkvæmdir allar. Margir telja, að spjöll á náttúrunni séu of mikil og að atvinnuuppbyggingin eystra sé of dýru verði keypt. Athyglisvert er, að þau mál sem helst halda nafni Halldórs Ásgrímssonar á lofti, kvótakerfið og Kárahnjúkavirkjun (og Íraksstríðið) hafa ekkert með samvinnustefnu eða jöfnuð að gera enda hefur Framsókn undir forustu Halldórs snúið baki við stefnu samvinnu og jafnaðar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir, að kvótakerfið eigi stærsta þáttinn í aukinni misskiptingu og auknum ójöfnuði hjá þjóðinni. Í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðustu 11 árin hefur auðgildið verið tekið fram yfir manngildið og græðgisstefna hefur verið innleidd í samfélagið. Því miður er ekki að vænta neinnar stefnubreytingar hjá Framsókn með nýjum formanni. Þetta er sami grautur í sömu skál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn hafnaði kynslóðaskiptum við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrrverandi formanni eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í forustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandidat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið. Sif Friðleifsdóttir fékk 44% atkvæða. Hún sýndi mikið hugrekki með því að bjóða sig fram til formennsku og hún bauð þannig birginn foringjaræðinu í Framsókn. En hún var of sein. Hún hikaði þar til vika var eftir fram að flokksþingi. Að hika er sama og að tapa, segir máltækið. Sennilega hefði hún sigrað, ef hún hefði ákveðið sig fyrr, þ.e. áður en Halldór Ásgrímsson var búinn að binda rúman helming þingfulltrúa á Jón Sigurðsson. Þetta var síðasti greiðinn, sem fráfarandi formaður bað flokksmenn að gera sér, þ.e. að kjósa gamlan vin hans sem formann. Og það voru aðeins 44% sem stóðust það að gera fráfarandi formanni þennan greiða. Jón Sigurðsson er sjálfsagt ágætis maður. En hann verður fulltrúi þess Framsóknarflokks, sem Halldór Ásgrímsson mótaði. Það er flokkurinn, sem innsiglaði langvarandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og varpaði hugsjón samvinnu og jafnaðar fyrir róða. Sif Friðleifsdóttir gaf til kynna, að hún mundi innleiða gömlu jafnaðargildin á ný, ef hún yrði kosinn formaður. Ég hygg, að hún hefði fært Framsóknarflokkinn aðeins til vinstri, ef hún hefði komist til valda og var ekki vanþörf á. Hún hefði tekið upp róttækari stefnu en Halldór hafði mótað enda þótt hún væri varkár í tali fyrir flokksþingið og gætti þess að styggja ekki Halldór eða fylgismenn hans um of. Eins og við var að búast hylltu Framsóknarmenn sinn gamla formann á flokksþinginu. Í kveðjuræðu fráfarandi formanns vöktu mesta athygli ummæli hans um, að Bandaríkjunum væri ekki lengur treystandi í varnarmálunum. Bragð er að þá barnið finnur. Um leið og Halldór hættir virðist hann orðinn sammmála Samfylkingunni um, að Ísland eigi nú að halla sér að Evrópu í varnarmálum. Bandaríkin hafi brugðist. Hins vegar minntist Halldór ekkert á Íraksstríðið í kveðjuræðu sinni. Ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um að styðja innrásina í Írak er ljótasti bletturinn á stjórnmálaferli þeirra tvímenninganna. Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, baðst afsökunar á því að hafa lagt falsaðar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak fyrir Öryggisráð Sþ. Powell er maður að meiri eftir þá afsökunarbeiðni. Halldór hefur hins vegar ekki beðið íslensku þjóðina afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak. Hann segir aðeins, að sennilega hefði ákvörðun hans orðið önnur, ef réttar upplýsingar um hryðjuverkavopn í Írak hefðu legið fyrir. ( Viðtal í Mbl.) Það er ekki nóg. Þessir menn skulda íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni. Það voru miklar vonir bundnar við Halldór Ásgrímsson sem ungan stjórnmálamann áður en hann gekk í björg hjá íhaldinu. En íhaldsvistin breytti honum. Morgunblaðið segir að mesta afrek hans hafi verið að halda Framsókn svo lengi við völd sem raun ber vitni. Það er enginn vandi að halda flokki við völd í samsteypustjórn, ef hann slakar alltaf á stefnu sinni og samþykkir stefnu samstarfsflokksins. Það voru mikil mistök hjá Halldóri að framlengja samstarf við íhaldið eftir síðustu kosningar. Þar réði ferð hégómi um að fá stól forsætisráðherra um stutt skeið. Halldórs verður lengst minnst fyrir þátt hans í lögleiðingu kvótakerfisins svo og fyrir að beita sér fyrir Kárahnjúkavirkjun. Steingrímur Hermannsson skýrir frá því í ævisögu sinni, að LÍU og Fiskiþing hafi beitt sér fyrir einhvers konar kvótakerfi og Halldór, sem sjávarútvegsráðherra, hafi lagt tillögur þar um fyrir alþingi. Það má því segja, að Halldór sé nokkurs konar faðir kvótakerfisins. En sjálfur kveðst Steingrímur hafa verið á móti þessu kerfi. Að sjálfsögðu hafa margir stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir kvótakerfið en mesta ábyrgð bera Framsókn og íhaldið í því efni. Þetta kerfi er eitthvað það ranglátasta, sem innleitt hefur verið hér á landi. Tiltölulega fáum útvöldum voru fengin yfirráð og nýting fiskauðlindarinnar án endurgjalds, en lögum samkvæmt er fiskurinn í sjónum sameign allar þjóðarinnar. Þessir aðilar hafa síðan stöðugt braskað með auðlindina. Nýting hennar hefur gengið kaupum og sölum og þessir aðilar hafa grætt stórfé á braskinu, sumir hafa hagnast um marga milljarða. Gífurlegir fjármunir hafa flust til í þjóðfélaginu við þessi viðskipti og hinir fáu útvöldu hafa hagnast gífurlega. Þetta er mjög ranglátt kerfi, sem verður að afnema eða leiðrétta. Það er enginn heiður fyrir Halldór að vera guðfaðir þessa kerfis. Kárahnjúkavirkjun og álverksmiðjan á Reyðarfirði munu verða lyftistöng fyrir atvinnulíf Austurlands. Margir Austfirðingar munu því þakklátir Halldóri fyrir forgöngu hans í því máli. En ágreiningur er mikill meðal þjóðarinnar um þessar framkvæmdir allar. Margir telja, að spjöll á náttúrunni séu of mikil og að atvinnuuppbyggingin eystra sé of dýru verði keypt. Athyglisvert er, að þau mál sem helst halda nafni Halldórs Ásgrímssonar á lofti, kvótakerfið og Kárahnjúkavirkjun (og Íraksstríðið) hafa ekkert með samvinnustefnu eða jöfnuð að gera enda hefur Framsókn undir forustu Halldórs snúið baki við stefnu samvinnu og jafnaðar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir, að kvótakerfið eigi stærsta þáttinn í aukinni misskiptingu og auknum ójöfnuði hjá þjóðinni. Í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðustu 11 árin hefur auðgildið verið tekið fram yfir manngildið og græðgisstefna hefur verið innleidd í samfélagið. Því miður er ekki að vænta neinnar stefnubreytingar hjá Framsókn með nýjum formanni. Þetta er sami grautur í sömu skál.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun