Viðskipti innlent

Tap Blaðsins var í takt við áætlanir

Sigurður G. Guðjónsson og Karl Garðarsson, hluthafar í blaðinu.
Blaðið var rekið með tapi á fyrsta starfsári. Ekki stendur til að taka inn nýja eigendur.
Sigurður G. Guðjónsson og Karl Garðarsson, hluthafar í blaðinu. Blaðið var rekið með tapi á fyrsta starfsári. Ekki stendur til að taka inn nýja eigendur.

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, segir að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið í takt við þær áætlanir sem lagt var upp með. Það sé eðlilegt fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem byrji frá grunni. Sigurður gefur ekki upp nákvæmar tölur.

Á aðalfundi félagsins á dögunum var endurnýjuð heimild stjórnar til að auka hlutafé um tvö hundruð milljónir króna. Að sögn Sigurðar hefur ekki verið rætt við neina aðila um að koma inn sem hluthafar en útgáfufélag Blaðsins er í eigu sjö hluthafa, stofnenda þess og Árvakurs.

Stefán P. Eggertsson og Einar Sigurðsson gengu inn í stjórn sem fulltrúar Árvakurs en Sigurður og Steinn Kári Ragnarsson sitja þar áfram.

Morgundreifing blaðsins hófst í dag og verður Sigurður var við góð viðbrögð auglýsenda vegna þeirra breytinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×