Síminn og OR ræðast áfram við 1. september 2006 00:01 Orkuveitan og Brynjólfur Bjarnason. Blásnar hafa verið af fyrirætlanir um kaup Orkuveitunnar á fjarskiptaneti Símans. Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann. Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann.
Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01