Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar 2. september 2006 00:01 Frá kaupum Exista og fleiri fjárfesta á Símanum í fyrra. Standandi frá vinstri eru Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, Geir Haarde forsætisráðherra, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem eru stærstu hluthafar Exista, með 47 prósenta hlut. MYND/E.Ól. Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu. Viðskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu.
Viðskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira