Verður skrítið að leika gegn Chelsea 5. september 2006 00:00 Eiður Smári Guðjohnsen MYND/Ole nielsen Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. "Ég var ánægður þegar ég sá að við áttum að leika gegn Chelsea. Ég get ekki neitað því að það verður skrítið að mæta Chelsea því ég lék svo lengi með liðinu," sagði Eiður Smári við heimasíðu Barcelona en hvernig heldur hann að verði tekið á móti sér á Stamford Bridge? eiður smári Segist vera stoltur af uppruna sínum og að það sé heiður að leika fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/ole nielsen "Ég vona að það verði tekið vel á móti mér. Ég hef talað um þá virðingu sem ég ber fyrir Chelsea, ég var ánægður hjá liðinu og mér leið vel allan þann tíma sem ég var í herbúðum þess. Svo náðum við fínum árangri á síðustu tveim árum þannig að ég vona að stuðningsmennirnir taki vel á móti mér," sagði Eiður en hann ætlar eðlilega að láta þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard, í té upplýsingar um Chelsea og leikaðferðir liðsins. Eiður talar í viðtalinu einnig um það hversu vel hafi verið tekið á móti sér hjá félaginu og hann imprar einnig enn og aftur á því að ekki sé hægt að bera hann og Henrik Larsson saman. Eiður talar einnig um hversu mikill heiður það sé fyrir sig að leika með landsliðinu."Ég verð alltaf að muna hvaðan ég kem og fyrir mér er það heiður að leika fyrir Ísland. Ég er fyrirliði landsliðsins og fólkið heima ætlast til mikils af mér. Við strákarnir í landsliðinu verðum alltaf að gefa allt í leikina og þá verður íslenska þjóðin hamingjusöm. Annars er mikill munur á því að leika fyrir Barcelona og Ísland því með Barcelona er sótt grimmt til sigurs en það er ekki hægt með íslenska landsliðinu," sagði Eiður Smári.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira